The Icelandic Mustang Club

Serving the Icelandic Mustang community for 20 years.

Ég má að áeggjan Stefáns til með að bæta við nokkrum myndum af 5.0 Mustanginum og teygja aðeins á umsögninni.

Bíllinn kemur std. á 19” felgum 245x45 prófíll svo dekkjahæð er svipuð og á S-197 bílnum. Mér finnst þau virka nett í hjólskálinni og má örugglega setja undir breiðari dekk án vandræða. Það er líka búið að svera púststútana upp í ca. 4” mjög áþekkt Flowmaster stútunum. Úttakið úr kútnum er áfram 3” er bara sverað upp í bláendann.

Loftinntakið er nú með ”cold air induction” að sögn Ford og greinilega búið að svera sogpípuna upp í ca 90mm, svo 390 ft-lbs togið er að hluta fengið með búnaði sem margir bæta á S-197 bílinn. Þar fer togið upp undir 345ft-lbs með CAI og tjúnni svo réttara væri að bera 5.0 bílinn við það og þá er togaukningin ekki 20% heldur 13% sem fæst með 8% rúmtaksaukningu, annarri ventlasetningu og hærri þjöppun.

Speglarnir eru minni en á S-197, eins konar blanda af eldri Mustang speglum. Það pirraði mig pínu að það er komið trukkainsert með stækkun í spegilhornið, þetta minnkar spegilflötinn en getur hugsanlega hjálpað til í þröngum stæðum ef einhverjum dytti sú firra í hug að troða svona bíl í þröngt stæði. Eins og hinn glöggi rýnir sér í myndinni hér fyrir neðan er örugg fjarlægð í bílana á eftir . . .

Skottið er þrengra en á S-197, bæði grynnra og styttra. Opið hefur einnig þrengst við breytinguna á afturendanum. Það er ágætt pláss fyrir tvær meðalstórar töskur og smá aukadót. Ég fór ekki aftur í bílinn, enda sýnist mér aftursætið nú aðallega vera fyrir fótalausa einstaklinga – það voru bara 5 cm milli framsætisbaks og aftursætis, sem er enn minna en í S-197. Fyrir flesta Mustangeigendur eru þetta líklega trivial breytingar, því Mustanginn er ekki mikill ferðabíll.

Að lokum fannst mér húddprófíllinn skemmtilegur, gaman að horfa yfir það og kom einhvern veginn strax meiri tilfinning fyrir framendanum, en á S-197 bílnum að honum ólöstuðum.

Vegna mjög djúps 1. gírs er spólvörn alger nauðsyn, nema ekið sé á götuslikkum. Það þarf ekki mikla inngjöf með spólvörnina af til þess að kvittað sé fyrir sig með svörtu í malbikið – gríðarlega gaman samt, en krefst þess að mikið horft sé í kringum sig í leit að þeim borðalögðu.

Enn og aftur, gríðarlega skemmtilegur bíll og afar eftirsóknarverður að mínu mati.

Lýkur svo þessum pistli,

{rokbox title=|Mustang GT 2011| thumb=|images/stories/articles/GT11_08-thumb.jpg|}images/stories/articles/GT11_08.jpg{/rokbox}

 

{rokbox title=|Mustang GT 2011| thumb=|images/stories/articles/GT11_10-thumb.jpg|}images/stories/articles/GT11_10.jpg{/rokbox}

 

{rokbox title=|Mustang GT 2011| thumb=|images/stories/articles/GT11_12-thumb.jpg|}images/stories/articles/GT11_12.jpg{/rokbox}

 

{rokbox title=|Mustang GT 2011| thumb=|images/stories/articles/GT11_14-thumb.jpg|}images/stories/articles/GT11_14.jpg{/rokbox}

 

{rokbox title=|Mustang GT 2011| thumb=|images/stories/articles/GT11_16-thumb.jpg|}images/stories/articles/GT11_16.jpg{/rokbox}

 

{rokbox title=|Mustang GT 2011| thumb=|images/stories/articles/GT11_17-thumb.jpg|}images/stories/articles/GT11_17.jpg{/rokbox}

 

Copyright

Logo Copyright © Icelandic Mustang Club, 2020  All rights reserved. No part of this website may be reproduced without the express consent of the Icelandic Mustang Club.

 

Contact Us

 
The Icelandic Mustang Club
+354 693-1064
 
 
Austurtun 12
225 Gardabaer, ICELAND
 
 
mustang@mustang.is
 
 

... ...