Íslenski Mustang klúbburinn

Við höfum þjónað Íslenska Mustang samfélaginu í 20 ár.

Hve litlu kemst maður upp með að eyða í uppgerð á mótor í dag?

Hérna skulum við skoða "small blokk" Ford.
Það er lítill sem enginn munur á verði hluta í 221/260/289/302 og 351cid Windsor.
Öll verð eru fengin hjá "Summit Racing"
Ekki er tekið með í þessu: Borun á blokk, rennsla á sveifarás eða önnur vélavinna.
Einungis er tekið varahlutaverðið og hvað er æskilegt að keypt sé.
Hér erum við ekki að gera upp original vél og ekki heldur keppnisvél, heldur milda og skemmtilega götuvél sem að gengur á 95 okt. bensíni, eyðir temmilegu, er góð á rúntinn og hefur skemmtilegt afl. Sem sagt getur hreyft dekk (ekki Krúser væn sem sagt).

Ok þá skulum við byrja á innkaupalistanum fyrir "shortblockina"

Við skulum byrja á olíudælunni.
Það hefur ekkert upp á sig að segja að fá sér dælu sem að dælir meiri þrýstingi þar sem að það er ekki það sem SBF (small block Ford) þarf, hins vegar hefur hún eins og allar aðrar vélar gott af því að fá mikið magn þess vegna skulum við skoða "high volume" olíudælu.
Þar er hægt að fá margar gerðir, en þær sem að standa upp úr fyrir svona mótor eru "Melling" og "Milodon", "Melling" framleiðir meðal annars allar dælur fyrir Ford og Ford Motorsport.

Melling M-68-HV: MEL-M68 Kostar frá Summit: $39,95
Milodon: MIL-18800 Kostar frá Summit: $59,95

Þá vantar að fá drifskaftið frá kveikjunni að olíudælu, en það borgar sig að kaupa öflugra skaft til að dælan sem er þyngri í keyrslu en sú upprunalega snúi ekki gamla skaftið í sundur og valdi olíuleysi og þar með úrbræðslu. Þau er hægt að fá frá til dæmis "ARP, Melling og Milodon".

Melling: MEL-IS-68 Kostar frá Summit: $10,99
ARP: ARP- 154-7904 Kostar frá Summit: $18,95
Milodon: MIL-22500 Kostar frá Summit: $19,95

Þá erum við komin að sveifarásnum og þar skulum við gefa okkur að hann hafi þurft að renna í 0,010 sem gert er á vélaverkstæði hér heima samkvæmt þeirra verðskrá.
Legurnar eru hins vegar mjög svipaðar í verði sama hvaða yfirstærð er keypt, það er þá bara spurning um tegund.
Tegundin getur skipt máli þar sem að legurnar eru mismunandi harðar og eru til dæmis "Clevite" og "Michigan 77" legurnar taldar vera harðari en til dæmis "Fedral Mogul".
"Fedral Mogul" eru hins vegar taldar mjög góðar í "léttjúnaðar" götuvélar og eru frekar ódýrar, málið er bara að með fleiri fyrirtækjum sem að framleiða legur þá hafa mörg önnur fyrirtæki eins og "Fedral Mogul" minkað sína línu af legum.
Ég ætla því að taka tvær ódýru legurnar bæði höfuðlegur og stangarlegur sem að "Summit Racing" bíður upp á.

Clevite Engine Berings: CB634P10, seldar í stykkjatali $3,95 stk Kostar frá Summit: $31,60
King Engine Bearings: KGB-CR868SI010 Kostar frá Summit: $39,95

Höfuðlegur:

King Engine Bearings: MB529SI010 Kostar frá Summit: $24,95
Clevite Engine Parts MS590P10 Kostar frá Summit: $26,95

Kambáslegur:

Dura-Bond F18: DUR-F-18 Kostar frá Summit: $13,95

Þá er komið að stimpilstöngunum.
Original Ford stangir í 289 og 302 vélum þarfnast smá aðstoðar og það eru þá helst boltarnir sem eru veiki hlekkurinn í þeim.
Það voru aðeins 289 high performance og Boss 302 sem voru með almennilegar stangir, enda sömu stangirnar í þessum vélum og þær eru með 3/8" stimpilstangaboltum.
Allar aðrar stangir í þessum vélum eru með 5/16" boltum sem eru mun grennri og er í raun ekki hægt að treysta á snúningi yfir 6000.
Með því að setja ARP bolta í stangirnar þá er verið að taka burtu veikan hlekk og auka styrk vélarinnar sem margborgar sig miðað við hversu ódýrir þessir boltar eru.

ARP-154-6002: Kostar frá Summit: $58,95

Stimplar í 289cid vélina eru taldir vera nokkuð góðir original en stimplar í 302 eru gjarnir á að brotna, þannig að með því að setja herta/þrykkta stimpla í vélina þá er það vandamál úr sogunni.
Flattop stimplar eru alltaf betri en "dish" "dome" út af betri bruna þannig að ég ætla að halda mig við svoleiðis stykki.
Stimplar eru til frá mörgum fyrirtækjum en hér verða teknir stimplar sem eru fáanlegir án sérpöntunar (of the shelf).

Speed Pro: TRW-8KH273CP30 (með hringjum) Kostar frá Summit: $174.95
Speed Pro: TRW-8KL2482F30 (þrykktir með hringjum) Kostar frá Summit: $309,95

Þá er komið að kambásnum:
Ég ætla bara að setja tvo ása hér inn.

Annar er Lunati Bracket Master II ás og lyftur.

Lunati Bracket Master II: LUN-00061LK Kostar frá Summit: $169,69
Lunati Tvöfaldur Tímagír: LUN-93113 Kostar frá Summit: $51,95
Lunati Ventlagormakit: LUN- 73084K1 Kostar frá Summit: $151,95
Samtals (svipað kit og frá CompCams):   $373,59

Cam Style Hydraulic flat tappet
Basic Operating RPM Range 2,000-6,000
Intake Duration at 050 inch Lift 230
Exhaust Duration at 050 inch Lift 230
Duration at 050 inch Lift 230 int./230 exh.
Advertised Intake Duration 292
Advertised Exhaust Duration 292
Advertised Duration 292 int./292 exh.
Intake Valve Lift with Factory Rocker Arm Ratio 0.512 in.
Exhaust Valve Lift with Factory Rocker Arm Ratio 0.512 in.
Valve Lift with Factory Rocker Arm Ratio 0.512 int./0.512 exh.
Lobe Separation (degrees) 110
Computer-Controlled Compatible No
Lifters Included Yes
Lifter Style Hydraulic flat tappet
Valve Springs Included No
Retainers Included No
Locks Included No
Valve Stem Seals Included No
Timing Chain and Gears Included No
Assembly Lubricant Included Yes
Pushrods Included No
Rocker Arms Included No
Gaskets Included No
Valve Springs Required Yes
Quantity Sold as a kit

Og hinn er Comp Cam 268 High Energi með kit, sem samanstendur af kambás, undirlyftum, ventlagormum, tímagír.
Hér eru upplýsingar um CompCam kittið:

Cam Style Hydraulic flat tappet
Basic Operating RPM Range 1,500-5,500
Intake Duration at 050 inch Lift 218
Exhaust Duration at 050 inch Lift 218
Duration at 050 inch Lift 218 int./218 exh.
Advertised Intake Duration 268
Advertised Exhaust Duration 268
Advertised Duration 268 int./268 exh.
Intake Valve Lift with Factory Rocker Arm Ratio 0.456 in.
Exhaust Valve Lift with Factory Rocker Arm Ratio 0.456 in.
Valve Lift with Factory Rocker Arm Ratio 0.456 int./0.456 exh.
Lobe Separation (degrees) 110
Grind Number FS 268H-10
Computer-Controlled Compatible No
Lifters Included Yes
Lifter Style Hydraulic flat tappet
Valve Springs Included Yes
Outside Diameter of Outer Spring (in) 1.437 in.
Retainers Included Yes
Locks Included Yes
Valve Stem Seals Included Yes
Timing Chain and Gears Included Yes
Timing Chain Style Double non-roller
Assembly Lubricant Included Yes
Pushrods Included No
Rocker Arms Included No
Gaskets Included No
Valve Springs Required No
Quantity Sold as a kit.

CompCam kit: CCA-K31-218-2 Kostar frá Summit: $345,95

Þá er komið að heddum.
Heddin eru mjög mikilvæg hvað varðar að þau bæði fóðra mótorinn á bensínblöndu og losa hann síðan við afgasið, þannig að flæðið verður að vera sem best, einnig er mjög mikilvægt að sprengirýmin (brunahólf) í heddunum séu sem best úr garði gerð.
Það getur munað öllu að vera með gott sprengirými vegna þess að þó svo að vél sé aðeins með 10:1 þjöppu og hedd með illa gerðum sprengirýmum þá getur þurft að keyra hana á bensíni með mun hærri oktan tölu en ef heddin eru með vel hönnuð sprengirými.
Þá þarf einnig að skoða með ventlastærð í heddum.
Til dæmis eru hedd á 289cid Ford með 49-55cc sprengirýmum sem eru nokkuð vel löguð, á meðan 351W er með allt að 76cc sprengirýmum í yngstu mótorunum en algengast er samt 62cc.
Elstu 289cid vélarnar eru með 1,67" inn og 1,45" út ventla en "high performance" vélarnar voru með 1,78" inntaks ventla og 1,45" blásturs ventla.
Lengi hefur þessum heddum verið skipt út fyrir hedd af 351Windsor sem eru með 1,98" intak og 1,68" blástur, og auðvelt er að stækka ventlana í 2,02" á inntakinu og í 1,72" á blæstrinum.
Það er talið betra að lækka þjöppu um einn heilann og rúmlega það (til dæmis frá 10:1 niður í 9:1)
og fá hedd með góðu flæði og stórum ventlum heldur en að reyna að vera að halda í þessa þjöppu sem gerir síðan lítið gagn þar sem að slæm hedd virka sem mótorbremsa.
Þegar menn skipta yfir í 351W hedd þá verður að fá nýjar undirlyftustangir þar sem heddin eru hærri en standard 289/302 heddin þannig að það verður að fá 6,905" langar undirlyftustangir eins og þessar til dæmis: CRN-95619-16 eða SUM-G6406 , síðan er 289/302 með 7/16" heddbolta á meðan 351W er með 1/2" bolta þannig að auðveldast er að fá sér ARP bolta sem að eru gerðir fyrir þessi heddaskipti "ARP 154-3605".

CRN-95619-16 Kostar frá Summit: $156,95
SUM-G6406 Kostar frá Summit: $47,95
ARP 154-3605 Kostar frá Summit: $98,95

Síðan er bara að spá í hvort heddin eru það góð að það borgi sig að nota þau.
Málið er það björninn er ekki unninn þó svo að maður sé kominn með 351W hedd, það þarf líka að spá í hvernig þessi hedd eru sem að maður hefur náð í.
Öll vélavinna er mjög dýr þannig að það eitt að þurfa að skipta um ventla stýringar getur slagað upp í verð á ódýrum álheddum!
Ef síðan það þarf að skipta um bæði ventla ventlasæti og stýringar, þá er nokkuð öruggt að það borgar sig að kaupa álhedd frekar en vera að gera upp þau gömlu.

Þá er komið að "rockerörmum" og það ætti að vera auðvelt, þar sem ekki þarf að skipta um "rockerarma" nema að skipt hafi verið út vökvás fyrir Roller eða mekanískan ás en það erum við ekki að tala um hér.
Kannski seinna.

Millihedd eða það sem kallast á góðri Íslensku soggrein.

Með þær græjur sem að við erum að tala um hér að ofan þá er nærtækast að velja svokallað "Dual palne" millihedd þar sem það gefur meira tog og vinnur á lægri snúning heldur en "single plane" millihedd sem aðallega eru gerð fyrir milli og há-snúning.

Þar er ódýrast:

Summit Racing Street & Strip® Stage 1 Intake - SUM-226030, 0-6000 Kostar frá Summit: $141,95
Weiand Action Plus WND-8020 sem vinnur frá 0-5500sn. Kostar frá Summit: $149,95
Edelbrock 2121 EDL-2121 vinnur 0-5500sn. Kostar frá Summit: $159,95
Weiand Stealth Intake Manifolds, WND-8020 vinur frá 0-6800sn. Kostar frá Summit: $165,95

Það sem að mér líst persónulega best á er Weiand Stelth milliheddið, þar sem það hefur mesta möguleika ,á kambásskiptum ef að menn myndi langa til að setja heitari á í mótorinn þá þarf ekki að skipta um millihedd.
Ég var líka með Stelth á mótor hjá mér og hef ekkert nema gott að segja um það.

Blöndungur er að sjálfsögðu nauðsinlegur á svona mótor og þar myndi ég nota Holley 750cfm (4160 seríu) með vacum aftari hólfum og 30cc viðbragðsdælu.
Það væri auðvitað nóg að nota Holley 600cfm (4160sería) sem er líka með vacum aftari hólfum en mér finnst persónulega að 750cfm blöndungurinn bjóði upp á meiri möguleika.

Holley 0-1850C HLY-0-1850C, 600cfm. Kostar frá Summit: 253,95$
Holley 0-3310C HLY-0-3310C, 750cfm. Kostar frá Summit: 269,95$

Og þá er komið að því sem margir gleyma og það eru pústflækjur og gott púst undan bílnum.
Ef að það er ekki gert að hafa góðar flækjur og púst er búið að eyðileggja það sem að sett hefur verið í mótorinn til að tjúna hann þar sem að upprunalegu greinarnar ná ekki að flæða í samræmi við það sem er búið að setja í mótorinn og virka því eins og mótorbremsa á dísilvél.
Það þarf ekki dýrar flækjur til þess að þær virki, en þó verður að skoða bæði sverleika á rörum og "collector" þegar verið er að kaupa flækjur og svo er líka gott að skoða hvernig suðurnar eru þar sem suður á ódýrari flækjum vilja oft leka.
Það er mikilvægt að menn kaupi sér "long tube" eða langar flækjur á þessar litlu vélar eins og 289/302 til þess að ná sem mestu togi "torqu" út úr þessum litlu vélum.

Við skulum hérna skoða hvaða flækjur Summit býður upp á:

Summit Racing SUM-G9031 sverleiki röra 1 1/2" 3" "collector" Kostar frá Summit: $119,95
Flowtech 12102FLT, BIG-12102FLT rör 1 1/2" 3" "collector" Kostar frá Summit: $119,95
Hedman Hedders 88300, HED-88300 rör 1 5/8" 3" "collector" Kostar frá Summit: $159,95
Hooker Headers 6901HKR, HKR-6901 rör 1 5/8" 3" "collector" Kostar frá Summit: $165,95

Þá er bara að fá gott 2,5" til 3" pústkerfi með góðum hljóðkútum eins og til dæmis
Flowtech 50052FLT sem eru bæði góðir og ódýrir og flæða vel samkvæmt prófunum.

Flowtech 50052FLT, BIG-50052FLT 2,5" inn og út. Kostar frá Summit: $23,95

Svo er bara að velja flott ventlalok eða nota bara þau gömlu, en eitt þarf þó að vera með og það er pakkningasett eins og:

Mr. Gasket 7121, MRG-7121 Kostar frá Summit: $51,95

Reyndar er það eitt í viðbót sem að menn gætu verið að spá í og það er kveikja.
Málið er bara að flestir eru þegar komnir með rafeindakveikjur þannig að það ætti ekki að þurfa að breyta eða bæt í því tilviki.
Auðvita er alltaf betra að setja MSD magnara við kveikjuna og vera með góða kveikju eins og MSD Pro Billet eða Mallory Unilite en það er eitthvað sem að ég læt ykkur ráða.

Samtals gerir þessi upptalning 1439,94$ sem gerir samkvæmt gengi dagsins sem er 115kr pr USD.
1439,94x115 = 165593,10- kr það má síðan segja að þetta sé x2 hingað komið sem sagt: 331186,20.- kr.

ATH þetta er aðeins verðhugmynd miðað við að panta sjálfur, það verður hver og einn að skoða þetta fyrir sig og síðan kostar náttúrulega meira að panta!

Síðan er bara að skoða hvað borun á blokk og rennsla á sveifarás kostar og þá er bara að byrja!

 

 

 

 

Höfundarréttur

Logo Höfundarréttur © Íslenski Mustang klúbburinn,  2020 Allur réttur áskilinn. Enginn hluti þessarar vefsíðu má afrita án sérstaks samþykkis Íslenska Mustang klúbbsins.

 

Hafið samband

Íslenski Mustang klúbburinn 
Austurtúni 12 
225 Garðabær 

Sími 693-1064 
mustang@mustang.is