The Icelandic Mustang Club

Serving the Icelandic Mustang community for 20 years.

 

1. Allt baktal er bannað á spjallinu.

2. Notendum ber að virða aðra og skoðanir þeirra.

3. Allar persónuárásir og meinyrði eru bönnuð.

4. Bannað er að setja inn málefni eða innlegg sem eru viljandi gerð til að æsa upp eða móðga aðra notendur.

5. Bannað er að setja inn persónuupplýsingar um aðra. Ekki má setja inn persónuupplýsingar um aðra, sem gera má ráð fyrir að aðilinn sem rætt er um, myndi ekki vilja að sendar væru inn. Þetta á við upplýsingar eins og heimilisföng og símanúmer og annað slíkt.

6. Bann án viðvörunar getur hlotist af eftirfarandi: Að pósta hótunum eða meinyrðum. Sama á við um alvarleg trúnaðarbrot.

7. Það að pósta mörgum málefnum um sama efni er bannað og öllum nema einu verður eytt.

8. Að byrja mörg málefni á skömmum tíma, hvert um sig um minni háttar hluti (spamming) verður til þess að þau verða sameinuð í eitt. Við ítrekuð brot verða viðvaranir gefnar.

9. Það að látast vera annar notandi eða stjórnandi, með hvaða hætti sem er, t.d. með því að nota svipað notandanafn eða undirskrift, verður til þess að bæði notendur og IP tölur notanda verða bönnuð.

10. Taka skal tillit til nýrra notenda, sem hugsanlega þekkja ekki venjur og sögu spjallsins.

11. Ekki má setja inn auglýsingar annars staðar en í auglýsingadálkinn. Í undirskrift má vera einnar línu auglýsing með smáu letri. Fyrirtæki mega þó ekki auglýsa á þennan hátt.

12. Keðjubréf eða álíka má ekki setja inn.

13. Jákvæð gagnrýni er af hinu góða. Ef þú hefur hinsvegar ekkert jákvætt að segja, er oftast betra að segja ekki neitt.

14. Mustang klúbburinn getur ekki undir neinum kringumstæðum borið ábyrgð á orðum og athöfnum notenda og tekur ekki ábyrgð á neins konar tjóni sem að notandi eða aðrir kunnu að hafa af völdum spjallsins. Allir notendur taka ábyrgð á eigin orðum og gjörðum.

15. Við áskiljum okkur rétt á að taka út eða læsa umræðum sem að við teljum ekki við hæfi eða brjóta á einhvern hátt reglur spjallsins. Einnig áskiljum við okkur rétt til að banna hvern sem er, með eða án ástæðu.

16. Bönn ber að virða. Ef notandi verður uppvís að því að setja inn innlegg fyrir bannaðan notanda eða á einhvern hátt leyfa hinum bannaða að koma skilaboðum á framfæri í gegnum spjallið, verður sá hinn sami bannaður jafn lengi og sá sem hann aðstoðar.

17. Ekki má undir neinum kringumstæðum skrá sig inn á notandanafn annarra. Einnig ber notendum að halda sýnum lykilorðum fyrir sig. Lokað verður á hvern þann sem skráir sig inn á aðra notendur með eða án leyfis eða leyfir öðrum að skrá sig inn á sitt notandanafn.

18. Ef notandi sér málefni sem brýtur gegn þessum reglum, ber honum skylda til að nota "Kæra til vefstjóra" linkinn í því málefni til að láta stjórnendur vita.

Copyright

Logo Copyright © Icelandic Mustang Club, 2020  All rights reserved. No part of this website may be reproduced without the express consent of the Icelandic Mustang Club.

 

Contact Us

 
The Icelandic Mustang Club
+354 693-1064
 
 
Austurtun 12
225 Gardabaer, ICELAND
 
 
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
 

... ...