Íslenski Mustang klúbburinn

Við höfum þjónað Íslenska Mustang samfélaginu í 20 ár.

Að setja upp bíl með smá "kikk" fyrir götuna.

Svona í framhaldi af síðustu lesningu þá langaði mig að bæta við svona smá ráðleggingum úr reynslubankanum.
Maður hefur gert margar vitleysurnar gegnum árin í þessu áhugamáli og það væri ekki nema rétt að maður myndi ekki miðla af því sem maður hefur lært í gengum árin.

Það að setja upp skemmtilegan bíl sem að bæði er hægt að keyra án þess að fara á hausinn út af bensíneyðslu, rúnta á án þess að lenda í alls konar vandræðum með hita og fleira og síðan að mæta á brautina og geta náð tímum sem að maður þarf ekki að skammast sín fyrir, farið á bíladaga áhyggjulausir.
Og síðast en ekki síst fyrir þá sem afa gaman af vissum rúntum niður Laugaveginn á fimmtudagskvöldum, ekki lesa lengra því að JÁ þessi uppsetning er þannig að bíllinn GETUR SPÓLAÐ!

Við skulum byrja á að gefa okkur það að við séum með Mustang HT árgerð 1964-1968.
Þetta eru léttir bílar 1964-6 Mustang HT er undir 1300kg án ökumanns og 1967-8 er undir 1400kg utan ökumanns.
Þessi uppsettning ætti að gefa 1967-8 bílnum um það bil 13,70-14,50sek á kvartmílunni og 1964-6 bílnum 13,20 til 14,00sek ákvartmílunni á endahraða ca 90 mílur.

Við skulum byrja aftast og þá byrja á drifi.
Læsing er algerlega nauðsynleg þar sem undirstaðan í því að ná góðu upptaki er að bíllinn losni ekki upp í spól.
Ég mæli ekki með að menn fari beint og fái sér "No Spin" læsingar þar sem það er ekki sérstaklega gaman af því að rúnta á bíl með svoleiðis lás.
Diskalæsing er það sem ætti að fá sér, en hún er mjúk og finnst lítið fyrir henni á venjulegri keyrslu.
Það skiptir ekki máli hvort maður er með 8" eða 9" hásingu fyrir þessa uppsetningu á mótor, enda eru 8" og 9" hásingarnar með sömu 28 rillu öxlunum.
Þá komum við að hlutfallinu, 3,55:1 eða kringum það væri mjög fínt.
Þeir sem vilja fá mikið upptak og hröðun ættu kannski að spá í lægra hlutfall eins og 3,70:1 eða 3,89:1, en neðar myndi ég ekki fara þar sem með 4,11:1 drif og 28" há dekk sem eru 275X60X15 er maður að keyra á 3000sn á 80km hraða!
En allt í lagi, nú erum við komin með hásingu sem er með 3,55:1 hlutfalli og læsingu.
Þá er að ná sér í góða 50/50 dempara og þá er "afturendinn" tilbúinn til að viðkomandi eigandi velji sér dekk, ég myndi mæla með sem hæstum dekkjum.

Þá höldum við frameftir bílnum og förum næst í skiptinguna, en við skulum gefa okkur að bíllinn sem við erum með sé sjálfskiptur og með C4. skiptingu.

Fyrir svona mótor þarf ekki að gera mikið fyrir C4 kassann, það að setja í hann "shift kit" gerir mikið og ég myndi mæla með að keyptur yrði "converter" sem læsti ca 1000-1500 snúningum yfir standard converter.
Þarna erum við að tala um 11" converter og þá helst svokallaðan "mjúkann" "converter" þar sem við erum að tala um litla vél og eftir því sem að vélin er minni hefur hún minna "torqu" (snúningsvægi, togkraft) og það gerir það að verkum að converterinn læsir á lægri snúning en hann er auglýstur fyrir.
Þegar 11" converter er notaður finnst ekki mikið fyrir því í venjulegum akstri og það ætti ekki að þurfa að kaupa auka kæli fyrir hann þó svo að það sé alltaf betra.
Þegar skiptingin er komin saman þá er bara að bolta mótorinn á hana og síðan pústið undir.
Pústið má ekki vera mjórra en 2,5" með góðum hljóðkútum og að sjálfsögðu tvöfalt.
Helst ætti að nota Flowteck, Magnaflow, Flowmaster eða Dynomax hljóðkúta þar sem þeir hafa komið mjög vel út í prófunum hvað bakþrýsting varðar, en hann á að vera sem minnstur.
Þá er alltaf betra að vera með H pípu og best að vera með X pípu á pústinu, en þessar pípur jafna þrýsting milli röranna og gera bakþrýstinginn í kútunum jafnari.
Þá skiptir líka máli að lofthreinsarinn sé vel opinn og stór til að fá eins mikið og óheft loftflæði inn á vélina og hægt er.

Svona útbúinn bíll með mótor eins og líst er hér að framan ætti að geta náð mjög virðulegum tímum og verði mjög gaman af að keyra á rúntinum og á Bíladaga!

Kv.
Hálfdán.

Höfundarréttur

Logo Höfundarréttur © Íslenski Mustang klúbburinn,  2020 Allur réttur áskilinn. Enginn hluti þessarar vefsíðu má afrita án sérstaks samþykkis Íslenska Mustang klúbbsins.

 

Hafið samband

Íslenski Mustang klúbburinn 
Austurtúni 12 
225 Garðabær 

Sími 693-1064 
mustang@mustang.is