Íslenski Mustang klúbburinn

Við höfum þjónað Íslenska Mustang samfélaginu í 20 ár.

má "tjún" tips fyrir 289/302.

Þetta er "pakki" sem að ég er búinn að reyna sjálfur, og í 1965 Mustang fastback þá náði bíllinn með þessari uppsetningu 15,04 sek síðan voru sett á mótorinn hedd af 1969 351 Windsor og þá fór mótorinn í 1966 Falcon í miðjar /lágar 14,?? sek.

Báðir bílarnir voru með standard "converter" og "transpack" í C4 skiptingu, og báðir voru þeir að drifhlutfalli sem var nálægt 3,00:1.

Mótorinn var settur svona upp:

Sveifarás: Standard 289 cast, rendur í 0,020 á stangar og höfuðlegum.
Stimpilstangir: Satndard 289 cast með standard boltum.
Stimplar: TRW "dome" þrykktir. 13,35:1 þjappa með 289 heddum en 10,5:1
með 351 Windsor heddum.
Kambás: CompCam 268 H High Energy vökvaás og lyftur.
CompCam specs: http://www.compcams.com/Company/CC/cam-specs/Details.aspx?csid=792&sb=2
Hedd: Standard 1965 289 2V og síðan standad 1969 351W 4V hedd
Stærri ventlar og betra flæði sem er í Windsor heddunum gerði
það að verkum að mótorinn fór á um 0,70sek betri tíma í jafn
þungum bíl eftir að þau voru sett á.
Windsor heddin eru með 1,94" inntaks ventlum í stað 1,78" á 289.
Tímagír: Cloys dooble roller.
Olíudæla: Standard 289 Ford.
Olíupanna: Standard 289 Ford.
Millihedd: Weiand Exalerator single plane, myndi í dag nota Weiand Stelth
Dual plane milli hedd. Mætti líka nota Edelbrock Performer.
Öll "dual plane" millihedd myndu reyndar duga við þessa uppsettningu.
Blöndungur: Holley 750cfm (4160sería, part # 0-3310C) með einni viðbragðsdælu 30cc. Kostar um 270$
Holley 600cfm (4160sería 0-1850C) með vacum aftari hólfum
og einni 30cc viðbragðsdælu. Kostar um 240$
Flækjur: Blackjack með 1 1/2" sverum rörum og 3" collector.
Í dag myndi ég nota annað hvort "Hedman" eða "Hooker"
flækjur, hins vegar fyrir þá sem eru að spara þá væri
Alveg nóg að nota til dæmis "Summit" flækjur sem kosta
rétt um 120$ á meðan til dæmis Hedman kosta 160$.

Með þessari uppsetningu var Mustang 1965 að eyða 12-14 lítrum á 100km innan bæjar og undir 10 lítum á langkeyrslu.

Þetta er ódýr og örugg uppsetning og ég myndi ekki breyta mörgu ef ég væri að setja upp svona mildan mótor í dag.

Það væri helst milliheddið og ég myndi þar fara í Weiand Stelth, sem er með mjög fínt snúningssvið eða frá 0 - 7000+ snúningar.

Þá myndi ég notast við flattop stimpla sem myndu gefa 9,0-10,5:1 þjöppu eftir því hvaða stærð af sprengirýmum væri notuð.

Þá er líka hægt að skoða það að nota aðra ása eins og CompCam 270H (specs: http://www.compcams.com/Company/CC/cam-specs/Details.aspx?csid=793&sb=2 )

Eða Lunati: #30602 Specs: http://www.lunatipower.com/Product.aspx?id=2210&gid=279, #00064 specs: http://www.lunatipower.com/Product.aspx?id=2186&gid=245

Þá er líka ás frá Summit: SUM-3600 specs: http://www.summitracing.com/parts/SUM-3600/, en þetta er gamall Ford Motorsport ás og við notuðum þennan ás með góðum árangri í 351W sem var í 1970 Mustang og hann náði miðjum 14sek með honum ál milliheddi og flækjum.

Allir þessir ásar hér að ofan eru með 109° eða meiri Lob Sep sem að þýðir að það er hægt að nota Power bremsur við þá.

Það væri kannski að CompCam 270H væri dálítið villtur fyrir standard converter og power bremsur, en þeir hjá CompCam segja að hann sé sá heitasti frá þeim, sem hægt er að nota við power bremsur og standard converter.

Þá verður líka að athuga að vélarstærð skiptir máli þar sem að stærri vél þolir heitari ás það má eiginlega segja að "kúbikin" éti niður ásinn að vissu marki.

Það þíðir meðal annars að þú fengir annað vinnslusvið og annan gang í 289cid vél en 351cid vél með sama ásinn.

Þannig að það væri kannski hægt að nota CompCam ásinn í 351cid eða stærri vél með standard converter, á meðan maður þyrfti að fá sér converter sem læsti (stallspeed) 1000 - 1500 snúningum hærra með 289/302 cid vél.

Það hafa væntanlega einhverjir rekið í það augun að ég nefni aðeins þrjú fyrirtæki í kambásunum en það er vegna þess að þessi tvö fyrirtæki CompCam og Lunati hafa reynst lang best fyrir Ford.

Önnur kambásafyrirtæki svo sem Crane sem er mjög vinsælt framleiðir mjög svipaða kambása fyrir allar bíltegundirnar, og síðan eru fyrirtæki eins og Crower sem smíða alveg frábær ása í Chevrolet, en nota síðan sömu hönnun fyrir Ford, Chrysler og alla aðra.

Svoleiðis ásar koma yfirleitt mjög illa út og þeir sem eru að hæla ásum frá viðkomandi fyrirtækjum eru flestir með sérsmíðaða ása fá þeim, og þeir eru að sjálfsögðu mjög góðir.

Þá skiptir líka miklu máli að vera með rétt drifhlutfall og alls ekki að fara upp fyrir 3,50: 1 fyrir þetta litlar vélar.

En þá stekkur þetta líka af stað þar sem bílarnir eru léttir, og læsingar eru alveg nauðsinlegar.

Svona breytingar gera ekkert nema gott fyrir aksturshæfni bílsins og ef menn vilja ekki þann smá hávaða sem að fylgir flækjum, nú þá er bara að lát Ceramick húða þær!

Meira seinna.

kv.

Hálfdán.

Höfundarréttur

Logo Höfundarréttur © Íslenski Mustang klúbburinn,  2020 Allur réttur áskilinn. Enginn hluti þessarar vefsíðu má afrita án sérstaks samþykkis Íslenska Mustang klúbbsins.

 

Hafið samband

Íslenski Mustang klúbburinn 
Austurtúni 12 
225 Garðabær 

Sími 693-1064 
mustang@mustang.is