Íslenski Mustang klúbburinn

Við höfum þjónað Íslenska Mustang samfélaginu í 20 ár.

[inset side=left] Sigurður Ólafsson reynsluekur 2011 Mustang GT...[/inset]Fyrir tilviljun fékk ég í gær að reynsluaka 5.0 GT Mustang 2011 heilan dag og langaði til að deila þeirri reynslu með ykkur – ekki prófessional umsögn, en vonandi gert af einhverri ástríðu.

Byrjum á byrjuninni, þetta er greinilega Mustang. Þegar komið er að bílnum og sest inn í hann finnur maður að skyldleikinn við S-197 bílinn augljós. Hann virkar þó allur nettari, örlítið minna innanpláss en fyrirkomulagið sambærilegt og áður. Áður en sett er í gang vekur takkaflóðið í stýri og mælaborði athygli, sérstaklega að ekki er hægt að komast í miðstöðina fyrr en búið er að taka úr park.

Eitthvað er líka búið að ”ódýra” lúkkið. Þá sleikja háir hnakkapúðar aftursætis afturrúðuna. Það vakti líka athygli mína að afstaða pedala og stýris er örlítið breytt, stýrið er 1-2 cm fjær ökumanni en áður m.v. sömu stöðu á pedulum. Veltitakkar í stýri virka skrítnir, en venjast vel.

Þegar sett er í gang finnst strax að hér er eitthvað meira á ferðinni en 300hö 4,6. Dýpri tónn í vélinni og örlítið frekari eða kannski meira crisp vegna hærri þjöppu 11:1 í stað 9,7:1. Við tipl á bensíngjöfina er mótorinn sneggri upp á snúning – miklu sneggri.

Svo af stað. Í umferð er hann mjög svipaður S-197, örlítið stöðugri því fjöðrunin er harðari og standard stífa milli turnanna að framan, hann er því ekki eins næmur fyrir rásum í vegi. Hann er næmari í stýri án þess að vera of aggressífur. Viðbragð við inngjöf er ágætt etv. 0,2-0,3sek hik en alls ekki meira, svo að það er ekki pirrandi, sömuleiðis er hann miklu sneggri að skipta sér niður við inngjöf en S-197. Þetta er einhvers staðar mitt á milli std. S-197 og SCT tjúnnaðs S-197. Hljóð í akstri inni í bíl virðist svipað og í S-197, etv. örlítið lægra, en það getur skýrst af betri vegum eða dekkjum. Krafturinn er miklu meiri en í standard S-197, 5.0-inn hreinlega ruslast áfram. Ef farið er úr rolling start (5-10km/klst) í WOT þá er ekkert spól heldur fantaviðbragð, skiptingar eru harðari en í S-197, en ekki eins harðar og eftir SCT tjún. Þegar tekið var kvartmílu start, (sem var gert við öll tækifæri sem gáfust) leyfði sólvörnin kontólerað ca. 10m spól og síðan jafna hröðum með ákveðnum skiptingum í 2./3. gír að mér sýndist í 60 og 110. Það er sérstaklega gaman að hraða bílnum í 1. gír, hann er mjög djúpur (samsvarar 4,10 drifi í S-197) og viðbragðið þannig að GPS-inn í framgluggasillunni hentist í einu stökki aftur í aftursætið við við átökin. Hröðunin í 2. og 3. gír virkar á mig svipuð og í S-197 með 3,73 drifi og SCT tjúni. Þeir gírar eru örlítið hærri en í S-197 kassanum en á móti kemur 20% meira torque frá 5.0 vélinni. Á jöfnum 120 km/klst hraða var vélin að snúast á 2000 rpm sem minni snúningur en í S-197 því 6. gírinn er hærri en 5. gírinn í S-197 og drifið 3,15 á móti 3,31. Eyðsla var 24,6 mi/gal (9,6 l/100km) á hraðbrautinni en 23,1 mi/gal (10,2 l/100km) í 220 mílna reynslutúr. Við framúrakstur, hröðun frá 80-120 þá skiptir 5.0-inn snöggt niður um 2 gíra, fer beint í 5500 rpm og viðbragðið er samkvæmt því. Glottið hreinlega brennist inn í andlitið á ökumanninum

Hver er svo niðurstaðan? Hún er sú að ef ég byggi í USA þá væri ég þegar farinn á næsta Ford dealership að uppfæra úr 2006 í 2011. Það er engin spurning.

Vona að einhver hafi haft gaman af að lesa þetta,
ég skemmti mér konunglega í gær,
bestu kveðjur,
Sig.Ól.


ps. Þar sem þetta var óundirbúið, var ég ekki með myndavél – en hengi við myndir úr símanum mínum.

{rokbox title=|Mustang GT 2011| thumb=|images/stories/articles/GT11_01-thumb.jpg|}images/stories/articles/GT11_01.jpg{/rokbox}

{rokbox title=|Mustang GT 2011| thumb=|images/stories/articles/GT11_02-thumb.jpg|}images/stories/articles/GT11_02.jpg{/rokbox}

{rokbox title=|Mustang GT 2011| thumb=|images/stories/articles/GT11_03-thumb.jpg|}images/stories/articles/GT11_03.jpg{/rokbox}

{rokbox title=|Mustang GT 2011| thumb=|images/stories/articles/GT11_04-thumb.jpg|}images/stories/articles/GT11_04.jpg{/rokbox}

{rokbox title=|Mustang GT 2011| thumb=|images/stories/articles/GT11_05-thumb.jpg|}images/stories/articles/GT11_05.jpg{/rokbox}

{rokbox title=|Mustang GT 2011| thumb=|images/stories/articles/GT11_07-thumb.jpg|}images/stories/articles/GT11_07.jpg{/rokbox}

Höfundarréttur

Logo Höfundarréttur © Íslenski Mustang klúbburinn,  2020 Allur réttur áskilinn. Enginn hluti þessarar vefsíðu má afrita án sérstaks samþykkis Íslenska Mustang klúbbsins.

 

Hafið samband

Íslenski Mustang klúbburinn 
Austurtúni 12 
225 Garðabær 

Sími 693-1064 
mustang@mustang.is